Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘hagvöxtur’

Það var athyglisverð grein í danska blaðinu Information um helgina (22.-23.sept. 2012) undir yfirskriftinn „Den økonomiske vækst er en undtagelse“. Þar kemur fram að í sögulegu samhengi er tími hagvaxtar undanfarin 100 ár frábrugðin öðrum sögulegum tíma. Þannig hefur rannsókn leitt i ljós að árlegu hagvöxtur á heimsvísu frá fæðingu Krists til 1822 var á bilinu 0 (núll %) til 0,22 %. Í Vestur-Evrópu hófst hávaxtaskeið árið 1000 sem stóð fram til 1820. En á þessu tímabili var árlegur vöxtur aðeins um 0,34%. Það var fyrst með iðnbyltingunni að hagkerfið fór að vaxa um tvö til þrjú prósent á ári, eða þaðan af meira. Ef ég man rétt þrettánfaldaðist þjóðarframleiðsla á mann á Íslandi á síðustu öld.

En verður hagvöxtur í framtíðinni meira í takt við síðustu 200 ár eða líkist hann meir því sem gerðist þúsund árina þar á undan. Hagtölur benda til þess að sú framleiðniaukning sem fylgdi iðbyltingunni og tækniframförum í kjölfar hennar sé komin að endamörkun á vesturlöndum. Meiri framleiðni og aðgangur að ódýrum náttúruauðlindum er forsenda mikils og örs hagvaxtar. Margt bendir til þess að álagið á auðlindir sé komið á það stig að það geti takmarkað hagvöxt. Vísbendinga um það er að verð á hárefni hefur tekið að hækka undanfarin ár, en það hafði verið fallandi marga áratugi þar á undan.

Framvinda og stöðuleiki í vestrænum samfélögum hefur byggst á því að meira sé til skiptana með hverju árinu sem líður. Öllum grundvallar nauðsynum hefur fyrir löngu verið fullnægt fyrir fólk flest í okkar heimshluta. Vöxturinn hefur því fyrst og fremst farið í að auka velstand; neyta og eignast meira og meira.

Stjórnmálin hvert sem litið er beinast mikið að því að búa í haginn fyrir hagvöxt, og í vaxandi mæli er talað um grænan hagvöxt svona til að taka tillit til umhverfisins. Hvað ef hagkerfin hætta að vaxa? Atvinnuleysi, uppþot og óhamingja! Eða þurufm við að endurskipuleggja samfélagið þannig að allt sé í blóma og hamingju þó það vaxi lítið sem ekki neitt. Geta stjórnmálin tekið á því viðfangsefni, eða verður áfram byggt á draumi um sífellt stækkandi köku á alsnægtaborðinu á vesturlöndum?

 

Read Full Post »

Það var ánægjuleg frétt í Mogganum s.l. mánudag. Skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík lýsir því hve vel gengur að fiska. Trossurnar þurfa bara að vera tvo tíma í sjónum til að fyllast, varla tími til að drekka kaffið að meðan þær eru úti. Venjulega voru þær látnar liggja yfir nótt. Fiskurinn er stór og ferskur, allt í lukkunar velstandi. Fiskveiðistjórnun virðist vera að skila árangri. Meiri fiskur í sjónum þýðir að það er bæði auðveldara og ódýrar er að veið, og afurðin er í hærra gæðarflokki. Vinnutími styttist og tekjurnar hækka. En, það er samt ekki al gott. Mikill vill meira. Útgerðarmaðurinn segir að það sé nógur fiskur í sjónum og því nauðsynlegt að auka heimildir. Það erfitt að sætta sig við það sem maður hefur, nýta aukna fiksgengd til að hagræða og stytta vinnutíma. Nei, það þarf meira.

En sama dag birtist grein í Sænska Dagblaðinu sem segir að lífsstíll okkar manna sé að leiða á “kraftig kollisionskurs med naturen”. Í greininni segir að við stingum höfðinu í sandinn og neitum að horfast í augu við að auðlindir náttúrunnar eru takmarkaðar. Engin kynslóð önnur en okkar hefur fengið svo mikið að láni frá kynslóðum framtíðarinnar. Ríkisstjórnir glíma við miklar skuldir, heimilin eru skuldug upp fyrir haust og allar rannsóknir bera að sama brunni, við erum að eyðileggja höfuðstól náttúrunnar, sem er forsenda mannlífs á jörðunni.

Mikill vill meira. Ekki bara útgerðarmenn á Íslandi heldur fólk flest í ríkari hluta heimsins. Fimmtugur mannkyns notar meira en helming allra auðlindanna sér til framfæris.

Það er því þörf fyrir nýja leiðir inn í framtíðina. En þær eru ekki í sjónmáli. Lausnin á öllum efnahagsvandinum er meiri vöxtur ef marka má það sem stendur í fjölmiðlum. Um það eru allir sammála. En meiri vöxtur af sama tagi mun leiða til þess að samfélagið líður undir lok í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag. Nei segi ég, það er ekki þörf fyrir það sama, hagvöxt af gamla taginu. Það er þörf fyrir eitthvað alveg nýtt. Því miður hef ég ekki uppskrift af því. En ég er að leita. Lykill er að nýta betur það sem við höfum og afla meri lífsgæða úr minna hráefni. Stundum er það kallað „græna hagkerfið“, eða bara sjálfbær þróun.

Read Full Post »